Maðurinn sem þráði að vera frjáls

John McAfee var breyskur maður og undarlegur, en hann þorði …
John McAfee var breyskur maður og undarlegur, en hann þorði líka að lifa lífinu eins og honum þótti best. JOE RAEDLE / GETTY IMAGES

Ég hef lengi haft það á verkefnalistanum að skrifa pistil um raunir hugbúnaðarfrömuðarins Johns McAfee og merkileg tilviljun að ég skuli loksins fá ráðrúm til að skrifa um hann nýkominn til strandbæjarins Playa del Carmen á heitum og rökum Yucatan-skaganum, ekki svo langt frá bænum San Pedro í Belís þar sem fór fyrst að halla verulega undan fæti hjá angans karlinum.

Nú er McAfee látinn og pistillinn því orðinn að minningargrein um litríkan og léttruglaðan frjálshyggjumann sem varði síðustu mánuðum ævi sinnar í ömurlegu fangelsi norðvestur af Barselóna.

Heimspekingur á bak við lás og slá

Það var átakanlegt að fylgjast með fangelsisvist McAfee en spænsk yfirvöld handsömuðu hann í október 2020 að beiðni bandarískra stjórnvalda vegna meintra skattsvika á árunum 2014 til 2018. Þrátt fyrir að vera á bak við lás og slá gat McAfee haldið sambandi við umheiminn á samfélagsmiðlum og endrum og sinnum birti hann litlar vignettur um vistina í...