Kitlaði að halda vörumerkinu á lífi

„Veit hvernig er að koma fólki í stemningu,“ segir Jónas …
„Veit hvernig er að koma fólki í stemningu,“ segir Jónas Óli, sem hefur lengi verið viðloðandi skemmtanabransann í Reykjavík. Morgunblaðið/Unnur Karen

„Stemningin sem var þarna var sturluð. Því fylgja náttúrulega væntingar en þetta verður bara skemmtileg áskorun,“ segir plötusnúðurinn og stemningsmaðurinn Jónas Óli Jónasson, einnig þekktur sem DJ Jay-O. Hann stefnir nú á að opna skemmtistað við Hverfisgötu í Reykjavík undir hinu rótgróna vörumerki b5. Vill hann endurvekja stemninguna sem var til staðar á gamla b5 sem var áður á Bankastræti 5. Þeim stað var lokað á síðasta ári og þar réðu afleiðingar Covid-19-heimsfaraldursins. b5 er skráð vörumerki hjá Einkaleyfastofu en Jónas er einn af fyrri eigendum upprunalega skemmtistaðarins. Hann er sá eini úr þeim hópi sem stendur að opnun nýja staðarins.

Jónas segir rekstrarhugmyndina tiltölulega nýkomna fram en ekki hafi verið áform um að fara aftur í rekstur um leið og b5 á Bankastræti var lokað. Hugmyndin um opnunina kviknaði í vetur þegar allt var lokað niðri í bæ. Hafi þá kitlað að halda vörumerkinu á lífi.