Hinn norski Joseph Göbbels

Halldis Neegård Østbye reis til æðstu metorða innan Nasjonal Samling, …
Halldis Neegård Østbye reis til æðstu metorða innan Nasjonal Samling, þjóðernisflokks Quislings, þar sem konur voru ekki á hverju strái. Hér stendur hún við hlið flokksleiðtogans í fremstu röð á myndinni. Ljósmynd/Þjóðskjalasafn Noregs

Það var ekki fyrr en skæðadrífa af tréflísum fyllti litla sumarhúsið í Sølen í Rendalen, litlu landbúnaðarbyggðarlagi í þáverandi Hedmark í Noregi, 15. maí 1945, sem dyrnar opnuðust og liðsmenn andspyrnuhreyfingarinnar hættu vélbyssuskothríðinni. Fyrir utan að vera kunn gönguskíðakona var konan sem steig út úr húsinu, og var handtekin umsvifalaust, fyrrverandi áróðursstjóri Nasjonal Samling, þjóðernisflokks Vidkuns Quislings, og helsti hugmyndasmiður gyðingahatursins, sem flokkurinn ól á og gerði allt til að innræta norskri þjóð á styrjaldarárunum.

Þetta var Halldis Neegård Østbye frá Stor-Elvdal í Hedmark, einn nánasti samstarfsmaður Quislings innan þjóðernisflokks hans, sem þjónaði nasistum meðan á hersetu þeirra í Noregi stóð, árin 1940 – 1945.

Østbye var fædd árið 1896 og hét Halldis Neegård uns hún gekk í hjónaband. Hún ólst upp við þröngan kost ásamt níu systkinum á bóndabæ í Stor-Elvdal. Foreldrar hennar skildu árið 1910 og móðirin tók yngstu börnin með...