Beðið eftir sólarupprás á Kúbu

Mótmælt í Havana 11. júlí síðastliðinn. Kannski vantar núna ekki …
Mótmælt í Havana 11. júlí síðastliðinn. Kannski vantar núna ekki nema herslumuninn til að frelsa Kúbu. AFP

Oft sprettur það besta í lífinu upp úr hörmungum og áföllum.

Það var um þetta leyti árs, árið 1994, að argentínski sönglagahöfundurinn Victor Daniel kveikti á sjónvarpinu og sá sér til skelfingar að sjálfsmorðssprengjuárás hafði verið gerð í miðborg Buenos Aires. Hryðjuverkamenn með tengsl við Hezbollah höfðu fyllt lítinn sendiferðabíl af nokkur hundruð kílóum af heimagerðu sprengiefni og látið til skarar skríða á háannatíma fyrir framan byggingu AMIA, samtaka gyðinga í Argentínu. Byggingin hrundi til grunna og húsin í kring stórskemmdust. Alls létu 85 manns lífið og meira en 300 slösuðust.

Á þessum tíma voru árásir á gyðinga og Ísraela óvenju tíðar. Sams konar árás hafði verið gerð á sendiráð Ísraela í Buenos Aires tveimur árum fyrr þar sem 29 manns létu lífið. Þá sprengdu hryðjuverkamenn upp litla vél í innanlandsflugi í Panama daginn eftir árásina á AMIA og létust allir um borð, þar af helmingurinn gyðingar. Nokkrum dögum síðar sprungu bílsprengjur bæði við...