Það sem við skuldum Afgönunum

Fólk á flótta undan talíbönum bíður í örvæntingu á flugvellinum …
Fólk á flótta undan talíbönum bíður í örvæntingu á flugvellinum í Kabúl. AFP

Ekkert leiðir vanhæfni og veikleika hins opinbera betur í ljós en hernaðarbrölt.

Þegar kemur að því að greina hernaðarmál eru fáir klárari en frjálshyggjumaðurinn og þáttastjórnandinn Scott Horton en hann hefur allt frá fyrsta degi verið gagnrýninn á hernám Afganistans. Horton hefur ekki aðeins bent á hversu galið það var að halda að nota mætti hernaðarvald til að draga afganskt samfélag úr miðöldum inn í nútímann, heldur hefur hann líka sýnt hvernig peningarnir hafa hreinlega fuðrað upp eftir að Bandaríkin og bandalagsþjóðir þeirra komu sér fyrir í Afganistan.

Í viðtali í spjallþætti Tom Woods í desember 2019 deildi Horton mjög lýsandi sögu af útsjónarsömum túlki: „Það verður ekki sagt að þessi túlkur hafi verið starfi sínu vaxinn, því á fyrsta degi var hann sendur í fylgd liðsforingja til að spyrja heimamann hvað hann myndi rukka fyrir tiltekið verk. Uppsett verð var 200 dalir en túlkurinn sagði verkið kosta 20.000 dali. Án þess að hika samþykkti...