Innvistun verkefna áhyggjuefni

„Í fréttum hefur verið nefnt að samskiptadeild Landspítalans velti um …
„Í fréttum hefur verið nefnt að samskiptadeild Landspítalans velti um 100 milljónum króna á ári og er það í námunda við veltu sumra sjálfstæðra almannatengslafyrirtækja sem eru þó með tugi viðskiptavina,“ segir Ingvar um nýlegt dæmi úr fréttum. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Stutt er síðan lífleg umræða spannst um vinnubrögð og rekstur samskiptadeildar Landspítalans. Var tilefnið óheppilega orðað bréf sem stjórnandi deildarinnar sendi stjórnendum spítalans og baðst síðar afsökunar á.

Ingvar Örn Ingvarsson, framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Cohn & Wolfe á Íslandi, segir fleira athugavert við málið og að það veki upp spurningar hvort hið opinbera mætti ekki nýta sér þjónustu utanaðkomandi aðila frekar en að starfrækja stórar samskiptadeildir hjá hinum ýmsu stofnunum. Segir hann samskiptamál Landsbankans gott dæmi því miðað við þær tölur sem hafi komið fram í umræðunni er hæpið að stofnunin hafi mikinn ábata af núverandi fyrirkomulagi.

„Í fréttum hefur verið nefnt að samskiptadeild Landspítalans velti um 100 milljónum króna á ári og er það í námunda við veltu sumra sjálfstæðra almannatengslafyrirtækja sem eru þó með tugi viðskiptavina og samanlagt mun fleiri verkefni en samskiptadeild spítalans. Bara út frá þessum...