„Megum ekki vera að skapa falskt öryggi“

AFP

Undanfarna daga hefur borið mikið á umræðu um Covid-sjálfspróf en í gær gerði heilbrigðisráðherra breytingu á reglugerð sem kvað á um að einungis heilbrigðisstarfsmanni eða sérþjálfuðum starfsmanni væri heimilt að framkvæma greiningu á vottuðu hraðprófi. Voru sjálfspróf því áður bönnuð en eru nú leyfileg.

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði, segist vera fylgjandi slíkum sjálfsprófum. Hann telur þó að notkun þeirra verði að vera í samráði við sýkla- og veirufræðideild Landspítala. „Það er algert lykilatriði að sérfræðingar þeirrar deildar hafi eitthvað um þetta mál að segja þegar ákveðið er hvaða próf eigi að taka upp og hvers konar eftirlit eigi að vera á notkuninni. Það er mikilvægt að þessi próf séu að gera það sem þau segjast eiga að gera,“ segir Björn og nefnir að alltaf séu einhverjir sem séu ekki greindir með sjúkdóminn en eru sannarlega með hann. „Það er vandinn en ég er fylgjandi því að...