Þeir eru nefnilega löngu komnir

Talíbanar aka um götur Kabúl í eftirlitsferð. Þeir mættu engri …
Talíbanar aka um götur Kabúl í eftirlitsferð. Þeir mættu engri mótstöðu þegar þeir lögðu borgina undir sig. AFP

Þeir byrjuðu að birtast í apríl. Ný andlit í hverfinu. Sumir skeggjaðir, aðrir rakaðir, ýmist vel tilhafðir eða fátæklega búnir. Þegar þeir voru spurðir sögðust þeir komnir út af viðskiptum eða nýju starfi. „Þannig vöktu þeir enga athygli, en íbúarnir vissu allir: Þeir eru ekki héðan,“ sagði íbúi í vesturhluta Kabúl í samtali við blaðamann Der Spiegel. Svipaðar frásagnir mátti heyra frá íbúum í öðrum hlutum borgarinnar um aðkomumenn, sem birst hafa undanfarna vikur og mánuði. Að morgni sunnudagsins 15. ágúst „komu þeir út úr húsum sínum með hvíta talíbanafána og margir vopnaðir byssu“, lýsti íbúi í austurhluta Kabúl.

Höfðu hreiðrað um sig í Kabúl

Í grein í Der Spiegel um fall Afganistans í hendur talíbönum er því lýst hvernig þeir voru búnir að hreiðra um í höfuðborginni sig áður en hún féll. Höfundur greinarinnar, Christopher Reuter, hefur um langt skeið skrifað frá Afganistan og...