Metaðsókn á Jaðarsvelli

Steindór Ragnarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar.
Steindór Ragnarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Morgunblaðið/Margrét Þóra

„Sumarið var algjörlega frábært á Jaðri,“ segir Steindór Ragnarsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar. Aðsóknarmet var slegið í fyrrasumar og nú stefnir allt í að það verði snarlega slegið í ár. Þátttaka í mótum var með mesta móti og yfir 200 manns skráðir til leiks í þremur stórmótum sumarsins. Íslandsmótið fór fram á Jaðarsvelli og vakti að venju athygli.

Steindór segir ánægjulegt að upplifa aukna golfiðkun almennings og vinsældir Jaðarsvallar. „Við vorum mjög ánægðir í fyrrasumar með mikla og góða aðsókn en áttum ekki endilega von á að metið sem þá var sett yrði slegið strax næsta sumar á eftir,“ segir hann.

Á liðnu ári voru spilaðir tæplega 27 þúsund hringir á vellinum sem var það mesta frá árinu 2014, um 5 þúsund hringjum meira en það ár. Að meðaltali voru spilaðir 212 hringir á dag yfir sumarmánuðina í fyrra. Svipuð aðsókn var að vellinum í júní í ár en rauk upp í júlí síðastliðnum þegar aðsókn jókst um 20% frá í fyrra....