„Langar að breyta þessum heimi“

„Hún er auðvitað fantagóð leikkona og svo skemmir ekki fyrir …
„Hún er auðvitað fantagóð leikkona og svo skemmir ekki fyrir að hún er dálítið lík Ástu; hefur þennan fallega óræða sjarma og ólgandi kviku þar undir,“ segir leikstjórinn um Birgittu Birgisdóttur sem leikur Ástu. Ljósmynd/Hörður Sveinsson

„Ásta hefur fylgt mér frá því ég var unglingur og ég heyrði fyrst af lífshlaupi hennar og las smásögur hennar,“ segir Ólafur Egill Egilsson, höfundur og leikstjóri sýningarinnar Ástu sem frumsýnd er í Kassanum í Þjóðleikhúsinu í kvöld, þegar hann er spurður um tildrög þess að hann skrifaði ævisögulegt sviðverk um listakonuna Ástu Sigurðardóttur sem fæddist 1930 og lést með sviplegum hætti 1971.

„Ásta stóð í lífi sínu og list á ákveðnum krossgötum sem mér finnst kallast sterklega á við þær krossgötur sem við sem samfélag stöndum á í dag. Hún skrifar á hispurslausan hátt um kynlíf og samskipti kynjanna og valdaójafnvægið milli ríkra og fátækra, karla og kvenna,“ segir Ólafur og bendir á að Ásta hafi verið á undan sinni samtíð og fyrir vikið mjög umdeild.

Eftirminnilegur karakter

„Þau örlög Ástu að missa frá sér öll börnin sín og bregðast þeim hafa einnig setið í mér og vakið bæði óhug og forvitni....