Búin til af ást og hugrekki

Ljósmynd/Særún Norén

Þegar ná á tali af heimsfrægum kvikmyndastjörnum þarf að senda nokkra tölvupósta þar til að lokum finnst tími til spjalls. Loks var ákveðið að „hittast“ á zoom klukkan 12.30 á rúmenskum tíma dag einn í síðustu viku. Blaðamaður var að vonum spenntur að spjalla við Noomi Rapace sem leikið hefur í alþjóðlegum kvikmyndum um langt skeið en leikur nú eitt aðalhlutverka í Dýrinu, nýrri íslenkri mynd sem frumsýna á hinn 24. september. Það var því frekar vandræðalegt þegar undirrituð settist við tölvuna, kveikti á zoom og uppgötvaði að hún hefði litið skakkt á klukkuna. Það voru þrír tímar á milli Íslands og Rúmeníu, ekki tveir! Noomi löngu farin, enda nóg að gera í tökum í rúmensku fjöllunum.

Daginn eftir var gerð önnur tilraun sem tókst betur. Noomi bauð góðan daginn á íslensku, með bros á vör. Hún var ekki að kippa sér upp við mistök blaðamanns deginum áður, þvert á móti, hún var algjörlega slök yfir þessu. Sannarlega engir stjörnustælar þar á...