Húsin í Kolasundi fyrirmyndin

Kolasund áður. Mynd tekin í átt að Hafnarstræti. Húsin eru …
Kolasund áður. Mynd tekin í átt að Hafnarstræti. Húsin eru löngu horfin. Ljósmynd/Höfundur óþekktur

Yrki arkitektar hlutu nýlega alþjóðlega viðurkenningu artitektúrvefsins A+ 2021 fyrir söluhúsin við Ægisgarð í flokknum „Commercial-Coworking Space“. Söluhúsin voru eitt af fimm verkefnum víða um heim sem tilnefnd voru.

„Verkefnið er einstaklega vel heppnað og húsin njóta mikillar athygli vegfarenda,“ segir í frétt á heimasíðu Faxaflóahafna, sem stóðu fyrir byggingu húsanna. Horfin hús við Kolasund í Reykjavík voru kveikjan að útliti söluhúsanna, en þau hús má sjá á gömlum svarthvítum ljósmyndum frá fyrri tíð.

Yrki arkitektar önnuðust hönnun húsanna, verkfræðihönnun var í höndum Hnits og Verkís, aðalverktaki var E. Sigurðsson ehf. Söluhúsin eru sjö talsins auk almenningssalernis. Þau eru tengd saman með viðarpöllum og geymsluskúrum undir alls kyns búnað.

Lifnaði yfir svæðinu á ný

Bygging húsanna hófst vorið 2019 og þau voru tekin í fulla notkun fyrr á þessu ári. Söluhúsin eru leigð út af Faxaflóahöfnum...