Risið upp til varnar Roquefort

Blámygla og bjór. Vísindamenn að störfum í saltnámu frá járnöld …
Blámygla og bjór. Vísindamenn að störfum í saltnámu frá járnöld í Halstatt í Austurríki. Vísbendingar eru um að námumenn hafi búið til blámygluost. AFP

Franskir ostabændur, sem framleiða Roquefort-blámygluost, krefjast þess nú, að merkingakerfi fyrir matvæli sem upprunnið er í Frakklandi, verði breytt en samkvæmt því kerfi er blámygluosturinn skilgreindur sem matvara sem hefur lítið næringargildi.

Nutri-Score kerfið flokkar matvæli með litum og bókstöfum frá A til E eftir næringargildi. Roquefort ostur, sem er framleiddur í suðvesturhluta Frakklands, er samkvæmt þessu kerfi flokkaður ýmist í D- eða E-flokki, með vörum á borð við gosdrykki og kartöfluflögur.

Frönsk stjórnvöld íhuga nú að lögfesta innleiðingu Nutri-Score á næsta ári en Roquefort-framleiðendur vilja fá undanþágu frá flokkunarkerfinu. Svipaðar kröfur hafa komið frá öðrum ostaframleiðendum í Frakklandi.

„Þetta er þverstæðukennt. Mikið unnar matvörur með rotvarnarefnum geta fengið A eða B-flokkun en vörurnar okkar, sem eru framleiddar með náttúrulegum aðferðum, sæta fordómum,“ hefur AFP-fréttastofan eftir Sebastien Vignette, formanni...