Í starfi kennarans gerast ævintýri

Mikilvægt er að innleiðing nýrrar menntastefnu verði farsæl og þar …
Mikilvægt er að innleiðing nýrrar menntastefnu verði farsæl og þar eru kennarar sérfræðingarnir, segir Magnús Þór Jónsson, sem tekur formlega við embætti formanns í apríl á næsta ári. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson

„Síðastliðnir áratugir við kennslustörf og skólastjórn hafa verið afar gefandi tími. Ég hef hlakkað til hvers einasta dags í vinnu, rétt eins og ég hlakka til þess nú að taka við forystustörfum í þágu kennarastéttarinnar,“ segir Magnús Þór Jónsson, nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands

„Verkefnin eru mörg og lúta að starfsumhverfinu en ekki síður því að kennarar þurfa að vera virkir þátttakendur í umræðum um starfið í skólanum, þar sem lagður er grunnur að svo mörgu í okkar daglega lífi. Kennarastarfið er gefandi og þar gerast ævintýri á hverjum degi.“

Stundataflan er takmarkaður tími

Fjögur voru í framboði til formanns KÍ, þar sem Magnús Þór fékk 2.778 atkvæði eða 41,61%. Í aðdraganda kjörsins fór Magnús víða um, heimsótti kennara og kynnti sér skólastarf. Þau samtöl segir hann hafa verið fróðleg og að þau verði sér gott veganesti þegar hann tekur formlega við formannsembættinu, sem verður í apríl á næsta...