Engin helgisaga

Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að …
Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir að bók sín um hjónin Kristin E. Andrésson og Þóru Vigfúsdóttur sé ekki helgisaga um þau. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, sendi á dögunum frá sér bókina Kristinn og Þóra: Rauðir þræðir, þar sem lífshlaup Kristins E. Andréssonar og Þóru Vigfúsdóttur konu hans er sett í samhengi við menningarstarf sósíalista allt frá fjórða áratugnum og „menningarstríðið“ sem geisaði milli stórveldanna á tímum kalda stríðsins. Rósa ræðir við SunnudagsMoggann um bók sína og hlutverk Kristins og Þóru í framlínu menningarstríðsins, auk þess sem hún talar um nýlegar frásagnir þolenda af meintum kynferðisbrotum Kristins. 

Rósa segir að áhugi sinn á kalda stríðinu og þeim menningarátökum sem stórveldin háðu hafi kviknað í BA-námi sínu í sagnfræði, en þar ritaði hún lokaritgerð sína um menningarstríð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á Íslandi. „Ég var í raun og veru sú fyrsta sem skrifaði um MÍR, Menningartengsl Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, og um starf Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna á Íslandi. Þá notaði ég gögn MÍR...