Upphafið að endinum hjá Erdogan

Borgarstarfsmaður klappar götuhundi fyrir utan Ægisif í Istanbúl. Hundurinn Boji …
Borgarstarfsmaður klappar götuhundi fyrir utan Ægisif í Istanbúl. Hundurinn Boji var nýlega fórnarlamb samsæris. AFP

Það styttist í að við Youssef flytjum frá Mexíkó og ekki seinna vænna fyrir okkur hjónin að ákveða hvert leiðin liggur næst. Istanbúl er ofarlega á listanum enda borgin sjarmerandi og fólkið þar yndislegt. Reiknast mér til að frá því við kynntumst í Casablanca fyrir röskum áratug höfum við Youssef búið í Istanbúl, með hléum, í a.m.k. þrjú ár samanlagt.

Fréttirnar af veikingu tyrknesku lírunnar í síðustu viku mögnuðu upp hjá mér löngun til að fljúga með fyrstu vél heim til Istanbúl því myndirnar sem fylgdu fréttunum minntu mig á hvað borgin er notaleg að vetri til.

Helsti gallinn við að búa í Istanbúl er hve erfitt er að finna gott beikon í verslunum enda nær allir landsmenn múslimar. Tyrkirnir nálgast íslamstrúna samt með allt öðrum hætti en trúbræður þeirra í Norður-Afríku og löndunum umhverfis Persaflóann: þótt þeir forðist beikonið finnst þeim ekkert að því að drekka áfengi; þeir vilja líka hafa skýr mörk á milli trúarinnar og hins opinbera, og eru tiltölulega...