Fyrsta þjóðarmorð 20. aldarinnar

Þýskur hermaður gætir stríðsfanga í Namibíu. Myndin er tekin á …
Þýskur hermaður gætir stríðsfanga í Namibíu. Myndin er tekin á milli 1904 og 1908 þegar þjóðarmorðið á Herero- og Nama-þjóðflokkunum fór fram. AFP

Sættir við Namibíu eru fyrir okkur ófrávíkjanlegt verkefni, sem sprettur af sögulegri og siðferðislegri ábyrgð okkar,“ segir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í Þýskalandi. Sáttmálinn er 178 síður að lengd og Namibíu er aðeins getið í tveimur setningum, en á bak við þær er löng saga, sem á sér óhugnanlegt upphaf í nýlendubrölti Þjóðverja í lok 19. og upphafi 20. aldar.

Þjóðverjar voru ekki atkvæðamiklir í nýlendukapphlaupinu og seinir til, en saga þeirra þar sem nú er Namibía er blóði drifin. Hún hófst um miðja 19. öldina þegar þýskir trúboðar komu til vesturstrandar Afríku. 1884 varð svæðið að þýskri nýlendu eða verndarsvæði eins og það var þá kallað og hlaut nafnið Þýska Suðvestur-Afríka. Landið var ekki þéttbýlt, en fyrir voru fjölmennastir þjóðflokkarnir Herero, Nama og Witbooi. Nokkuð var um að Þjóðverjar settust þar að og sendar voru þýskar sveitir til að verja þá. Áttu þær í skærum við heimamenn. 1893 réðust þýskir hermenn á þorpið Hornkranz og stráfelldu...