Hatur og slaufun á J.K. Rowling

Rithöfundurinn J.K. Rowling ætlar ekki að láta undan þöggunartilburðum í …
Rithöfundurinn J.K. Rowling ætlar ekki að láta undan þöggunartilburðum í sinn garð og segir að konur megi ekki láta það yfir sig ganga að bannhelgi ríki um kvenréttindabaráttu. AFP

Ætli það sé nokkur núlifandi rithöfundur frægari og vinsælli en J.K. Rowling, höfundur bókanna um Harry Potter? Undanfarin tvö ár hefur hún hins vegar sætt eitruðum rógi og ofsafengnu hatri, fyrir það að færa skoðanir sína í letur.

Fyrir rúmum 2 árum tapaði Maya nokkur Forstater máli fyrir vinnuréttardómstóli, sem komst að því að vinnuveitandi hennar hefði mátt segja henni upp vegna tísts hennar á Twitter, þar sem hún sagði að karlar gætu ekki breyst í konur. Rowling, sem er ötull femínisti, tísti af því tilefni til 15 milljóna fylgjenda sinna:

Klæddu þig eins og þér sýnist. Kallaðu þig það sem þú vilt. Sofðu hjá hvaða fullorðnum einstaklingi sem vill þig. Lifðu þínu besta lífi í friði og öryggi. En að neyða konur úr starfi fyrir að segja að kynferði sé raunverulegt?

Við þetta opnuðust forargáttir Twitter og annarra netkima og hafa ekki lokast síðan með flaumi formælinga og fordæminga, kvenhaturs og líflátshótana.

Í nóvember síðastliðnum...