Arftaki Johnsons ekki enn í sjónmáli

Boris Johnson er í miklum vanda vegna veisluhalda á veirutímum.
Boris Johnson er í miklum vanda vegna veisluhalda á veirutímum. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á ekki sjö dagana sæla nú í embætti, þar sem á hverjum degi birtast nýjar og nýjar uppljóstranir um veisluhöld í Downingstræti 10, meðan strangar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi.

Nýjustu uppljóstranirnar birtust í sunnudagsútgáfu Daily Telegraph, en þar sást Carrie Johnson, eiginkona forsætisráðherrans, í faðmlögum með vinkonu sinni í september 2020, en á þeim tíma höfðu Bretar fengið fyrirmæli um að forðast nálægð við nokkurn mann sem ekki bjó í sömu íbúð.

Carrie Johnson sagði í yfirlýsingu í gær að hún sæi eftir þeim „tímabundna dómgreindarskorti“ sem hún hefði sýnt af sér, en tilefni gleðskaparins var að vinkona hennar hafði trúlofað sig.

Uppljóstranirnar hafa vakið mikla óánægju meðal bresks almennings og verða kröfur um að Johnson segi af sér embætti sífellt háværari. Keir Starmer, leiðtogi Verkamannaflokksins, kallaði þannig eftir afsögn forsætisráðherrans í fyrirspurnatíma þingsins á...