Ójöfnuður er ekki vandamálið

Svínsskrokkur bútaður í sundur undir berum himni á Kúbu. Þar …
Svínsskrokkur bútaður í sundur undir berum himni á Kúbu. Þar er hefð fyrir að borða svínakjöt á áramótum en hækkandi verð og landlæg fátækt þýddi að á mörgum heimilum var kjöt ekki í boði um síðustu áramót. Það er ekki út af hagsæld annarra þjóða að Kúbu og öðrum fátækum þjóðum vegnar illa. AFP

Eftir mikið flakk og flandur undanfarin tíu ár er tímabært að við Youssef finnum okkur stað til að skjóta rótum. Í augnablikinu er útlit fyrir að París verði fyrir valinu.

Sé ég lífið í frönsku höfuðborginni í hillingum: ég gæti sprangað þar um breiðstrætin eins og hún Emilía í Netflix-þáttunum vinsælu, og hann Youssef þyrfti endilega að finna sér starf hjá viðskiptaveldi LVMH.

Ég valdi mér einstaklega sjarmerandi og smekklegan eiginmann sem talar þar að auki reiprennandi frönsku og arabísku. Sæti Marokkóinn minn ætti því varla í nokkrum vanda með að klífa metorðastigann hjá franska tískurisanum og ekki laust við að ég hreinlega ætlist til þess að eftir eins og fimm ár verði Youssef búinn að taka við forstjórastólnum af Bernard Arnault. Mun ég þá þræða allar fínu búðirnar, klyfjaður af pokum frá Dior, Louis Vuitton og Givenchy, og þegar vesalings afgreiðslufólkið biður mig um að borga fyrir varninginn mun ég hvessa á þau augun og spyrja: „Vitið þér ekki...