Valdís gefst ekki upp

Söngkona Valdís Valbjörnsdóttir lætur veiruna ekki stöðva sig.
Söngkona Valdís Valbjörnsdóttir lætur veiruna ekki stöðva sig.

Skagfirska söngkonan Valdís Valbjörnsdóttir sendir frá sér nýtt lag í dag til að lífga upp á tilveruna og sýna og sanna að hún gefst ekki upp þótt á móti blási. Hún greindist með kórónuveiruna í byrjun maí í fyrra, var mjög veik og hefur glímt við mikil eftirköst síðan, meðal annars verið í endurhæfingu og rannsóknum á Reykjalundi alla virka daga síðan 4. október. Nýja lagið, „Onto You“, samdi Valdís með söngkonunni Söru Pétursdóttur, eða Glowie, og Anton Ísak Óskarsson útsetti lagið. Magnús Jóhann Ragnarsson leikur á píanó og Reynir Snær Magnússon á gítar.

„Textinn fjallar um spennuna sem fylgir því að byrja í nýju sambandi,“ segir Valdís. Tónlist hefur fylgt Valdísi, sem er 22 ára, frá blautu barnsbeini og hún hefur lagt mikið á sig til þess að ná árangri. „Ég hef glímt við kvíða frá unga aldri og tónlistin hefur hjálpað mér mikið, ég hef alltaf haft áhuga á tónlist og sungið frá því ég man eftir mér,“ segir hún.

Þegar hún var...