Hvað er að marka kvakið í froskunum?

Málverk Ilya Repin af sigurreifum kósökkum í austursveitum Úkraínu. Þar …
Málverk Ilya Repin af sigurreifum kósökkum í austursveitum Úkraínu. Þar hafa herir marserað í gegn ótal sinnum.

Ég reikna ekki með hernaðarátökum á landamærum Úkraínu. En ef allt fer í háaloft þá er sennilega það besta sem litla Ísland gæti gert að senda uppistandarana Jón Gnarr og Ara Eldjárn á vígstöðvarnar, því eins og sálfræðingurinn Jordan Peterson minnti á í nýlegu hlaðvarpi hjá Joe Rogan þá missir fólk allan bardagamátt þegar það hlær. Íslendingar og Rússar eru andlega skyldir og ætti íslenskur húmor að eiga upp á pallborðið hjá þessum frændum okkar í austri.

Ótal sinnum hafa herir marserað í gegnum Úkraínu enda landið mitt á milli þriggja stórra valdablokka: í vestri eru Evrópuríkin, í austri Rússland og Tyrkirnir fyrir sunnan.

Þessari grein fylgir einmitt mynd af málverki Ilya Repin af aldagömlu stríði á þessum slóðum. Málverkið sýnir kampakáta Zaporozhian-kósakka á vígstöðvunum í Austur-Úkraínu, og er eitt af mínum uppáhaldslistaverkum. Það hangir flennistórt uppi á vegg í Ríkislistasafninu í Sankti Pétursborg.

Árið 1676 hröktu kósakkarnir á brott herlið...