Sólin sest á Londongrad

Frá þingfundi í Westminster á þriðjudag: Liz Truss utanríkisráðherra, Boris …
Frá þingfundi í Westminster á þriðjudag: Liz Truss utanríkisráðherra, Boris Johnson forsætisráðherra og Priti Patel innanríkisráðherra. Verður Bretland ekki lengur skjól fyrir illa fengið rúsneskt fé og samverkamenn Pútíns. AFP

Stundum koma lygilegustu tengingar í ljós þegar maður rekur örlagaþræðina frá einni kynslóð til annarrar.

Á gömlum landakortum af svæðinu umhverfis Svartahaf má finna útlínur smáríkisins Sírkassíu, rétt austan við Krímskaga og norðan við núverandi landamæri Georgíu.

Vopndjarfir ættbálkar bjuggu á þessum slóðum og sigrðu innrásarlið Tímúrveldisins á 14. öld og unnu stórsigra gegn hersveitum Ottómana en það var Inal mikli sem sameinaði ættbálkana á 15. öldinni og stofnaði Sírkassíu.

Rétt eins og Úkraína var Sírkassía frekar óheppilega staðsett mitt á milli uppivöðslusamra stórvelda. Á 18. öld gerðu Tatarar og Ottómanar þeim lífið leitt en enginn gekk jafn langt og Rússarnir sem vildu sölsa Sírkassíu undir sig til að ráða yfir sem mestu af strandlengju Svartahafs.

Atburðarásin á seinni hluta 18. aldar minnir um margt á Úkraínustríðið. Katrín mikla ákvað að senda herafla sinn á svæðið og jafnt og þétt fjölgaði rússneskum hermönnum í og við Sírkassíu....