Vesturlönd endurheimta sjálfstraustið

Gorbatsjev og Reagan spjalla. Í forsetatíð Reagans fór ekki á …
Gorbatsjev og Reagan spjalla. Í forsetatíð Reagans fór ekki á milli mála að Vesturlönd, með Bandaríkin í broddi fylkingar, voru í forystuhlutverki. AFP/Jerome Delay

Innrásin í Úkraínu verður vonandi til þess að vestræn samfélög ná aftur áttum og læri að vestræn gildi og menning eru ekki eitthvað sem þarf að skammast sín fyrir.

Ég var fimm ára þegar Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev funduðu í Höfða. Ein af mínum fyrstu minningum er að hafa verið látinn arka í kuldagallanum út að Bústaðavegi til að fylgjast með bílalest Bandaríkjaforseta spana hjá í vetrarrökkrinu.

Sem barn fannst mér Reagan agalega sniðugur og sjarmerandi karl. Með aldrinum áttaði ég mig betur á að hann gerði ófá mistök í embætti, en heilt á litið reyndist vel greiddi og brosmildi Hollywood-leikarinn vera rétti maðurinn í starfið á ákaflega krefjandi skeiði í mannkynssögunni. Reagan var sterkur leiðtogi, bæði inn á við og út á við, og mætti jafnvel fullyrða að forsetatíð hans hafi markað ákveðinn hápunkt í sögunni þar sem forystuhlutverk og yfirburðir Bandaríkjanna og Vesturlanda fóru ekki á milli mála.

Fræg ræða Reagans gaf tóninn fyrir...