Með græðginni gerum við mest gagn

Bíll á færibandi franska bílasmiðsins Alpine. Myndi það ekki gera …
Bíll á færibandi franska bílasmiðsins Alpine. Myndi það ekki gera heiminum meira gagn, ef eitthvert viðbótarsvigrúm væri í rekstri fyrirtækisins, að nýta það til að þróa og smíða betri bíla, frekar en t.d. að eltast við óljósar kröfur um ábyrgð gagnvart samfélagi og umhverfi? Leyfum fyrirtækjunum að fást við verðmætasköpun, í friði. AFP

Í dag er eins og öll félög þurfi að vera „ESG“. En ef til vill er æskilegast að fyrirtækin haldi sig við það sem þau eru best í að gera: framleiða vörur og skaffa þjónustu.

Umræðan um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og fjárfesta gengur í bylgjum og er mjög hávær einmitt um þessar mundir. Skilaboðin eru skýr: Þeir sem leggja áherslu á það eitt að selja vörur og þjónustu og skila sem mestum hagnaði eru ekki með á nótunum, því öll fyrirtæki verða að taka virkan þátt í að leysa þau vandamál sem mannkynið glímir við. Lausnarorðið er þriggja stafa skammstöfun, ESG, og stendur fyrir umhverfisáhrif, samfélagsleg áhrif og stjórnunarhætti. (e. Environmental, Social, Governance).

Rökin með ESG snúa ekki bara að því að gera plánetuna að betri stað, heldur fullyrða margir að fyrirtæki með gott ESG-skor séu betur rekin og öruggari fjárfesting. Þannig á t.d. metnaður í umhverfismálum og framsýni í starfsmannamálum að geta forðað fyrirtækjum frá alls konar...