Vandræðin eru kannski rétt að byrja

Mótmælandi í Líma varpar sér á skjöld lögreglumanns. Eftir því …
Mótmælandi í Líma varpar sér á skjöld lögreglumanns. Eftir því sem erfiðara verður fyrir fólk að eiga fyrir mat aukast líkurnar á pólitískri ólgu. AFP

Þó að kórónuveirufaraldurinn sé hér um bil að baki þá eru efnahagslegar afleiðingar faraldursins enn að koma fram. Er hækkun matvælaverðs sérstakt áhyggjuefni því þeir sem þekkja söguna vita að þegar fólk er svangt þarf lítið til að samfélagið hvellsjóði. Margoft hefur matvælaverð breytt gangi sögunnar.

Hafa sagnfræðingar t.d. bent á að hækkað verð á brauði og íþyngjandi saltskattur léku stórt hlutverk í frönsku byltingunni. Brauð myndaði uppistöðuna í mataræði Frakka á 18. öld og þótti svo mikilvæg fæða að stjórnvöld vöktuðu vandlega alla þætti brauðframleiðslu vítt og breitt um landið, en á 18. öld hafði það gerst átta sinnum að mótmæli brutust út í Frakklandi vegna verðhækkana á brauði.

Er áætlað að hér um bil helmingurinn af launum hins dæmigerða Frakka hafi farið í kaup á brauði en þegar uppskeran brást árið 1788 og 1789 var illt í efni. Verð á brauði hækkaði mikið og kostaði dagskammturinn skyndilega um 88% af launum meðalmannsins. Almenning sveið líka mikið...