Erfitt að vera fúll á móti

Laddi túlkaði persónuna Benedikt sem er með heilaæxli.
Laddi túlkaði persónuna Benedikt sem er með heilaæxli. Morgunblaðið/Ásdís

Leikarinn og grínistinn ástsæli, Þórhallur Sigurðsson, ávallt kallaður Laddi, býður blaðamanni að hitta sig á þeim óvenjulega stað líkamsræktarstöð í Faxafeni þar sem hann æfir. Laddi bíður þar ferskur eftir góða æfingu en þarna mætir hann þrisvar í viku til að halda sér í góðu formi. Hann stundar einnig golf af kappi, er í landsliðinu og keppir í öldungaflokki með gífurlegan metnað að vopni. En blaðamaður er ekki mættur til að ræða líkamsrækt eða golf. Það er leiklistin og lífið sem vekur forvitni hans frekar, en Laddi leikur nú í nýrri seríu, Brúðkaupið mitt, sem komið er inn í Sjónvarp Símans Premium. Er þáttaröðin framhald af Jarðarförinni minni sem sló í gegn og hefur nú verið seld til Þýskalands og Frakklands.

Skúli rafvirki tekur yfir

Það er ekkert grín fyrir blaðamann að leggja spurningar fyrir mann sem skemmt hefur þjóðinni í áratugi og farið í ótal blaðaviðtöl áður.

„Já, og alltaf að svara sömu spurningunum,“ segir...