Hafði Moskva aðeins sex sekúndur til að verjast?

Eldflaugabeitiskipið Moskva sést hér illa farið eftir eldflaugaárás Úkraínumanna. Myndin …
Eldflaugabeitiskipið Moskva sést hér illa farið eftir eldflaugaárás Úkraínumanna. Myndin er tekin um borð í rússnesku skipi skömmu áður en herskipið mætti örlögum sínum.

Sú atburðarás sem leiddi til þess að eldflaugabeitiskipið Moskva sökk á Svartahafi undan ströndum Úkraínu verður skýrari með hverjum deginum. Ljósmynd sem birtist af illa förnu skipinu á páskadag veitir mikilvægar upplýsingar um örlög Moskvu og rennir stoðum undir að skipið hafi verið hæft með skipaflaugum, líkt og Úkraínumenn héldu fram. Engin merki eru þó um að sprenging hafi orðið í skotfærageymslum, líkt og Rússar héldu fram. Nú segist hernaðarsérfræðingur telja að áhöfn Moskvu hafi í raun aldrei vitað af flaugunum fyrr en þær sprengdu sig í gegnum brynvörn skipsins. Og að sjálfvirkir vélbyssuturnar Moskvu, sem jafnframt eru síðasta vörn skipsins, hafi aðeins haft sex sekúndur til að forða altjóni.

Eldflaugabeitiskipið treysti á fjölbreytt og flókin ratsjárkerfi til að sjá í kringum sig, greina hættu, fylgja eftir hugsanlegum skotmörkum og stjórna vopnakerfum sínum. Þannig voru t.a.m. um borð tvær langdrægar þrívíddar ratsjár sem fylgst gátu með bæði...