Leitað frá miðjunni út á jaðarinn

Marine Le Pen bætti við sig miklu fylgi í forsetakosningunum …
Marine Le Pen bætti við sig miklu fylgi í forsetakosningunum um síðustu helgi. Árangur hennar skrifast m.a. á að hún gat náð til frönsku millistéttarinnar sem finnst elítan ráða ferðinni á stjórnmálasviðinu. AFP/LIONEL BONAVENTURE

Hugsunarháttur kjósenda breytist á óvissutímum og stjórnmálamenn sem kunna að halda rétt á spilunum geta stóraukið fylgi sitt þegar fólk er órólegt eða pirrað.

Þetta sáum við gerast í lokaumferð frönsku forsetakosninganna um síðustu helgi þar sem Marine Le Pen hlaut 41,5% atkvæða á móti 58,5% sem fóru til Emmanuels Macron. Er þetta mikil breyting frá síðustu kosningum þar sem Macron vann afgerandi sigur með rúmlega 66% fylgi á meðan Le Pen hlaut rétt tæp 34% atkvæða. Er Le Pen ekki sú tegund stjórnmálamanns sem beinlínis rakar til sín fylgi í venjulegu árferði enda þykir hún og flokkur hennar, Rassemblement national, óralangt frá miðju vestrænna stjórnmála.

En ef rætt er við kjósendur Le Pen kemur í ljós að það var einmitt ekki vegna róttækrar stefnu flokks hennar í málum er varða franska refsilöggjöf, innflytjendamál eða Evrópusambandið að þeir gáfu Le Pen atkvæði sitt, heldur frekar að þeir vantreysta Macron til að hressa franska hagkerfið við. Hinn almenni...