Veiran breytist en stjórnvöld ekki

Lögreglumaður í borginni Manzhouli, klæddur hlífðarfatnaði frá toppi til táar, …
Lögreglumaður í borginni Manzhouli, klæddur hlífðarfatnaði frá toppi til táar, færir fólki á lokuðu svæði mat og aðrar vistir. AFP

Það er alkunna að ráðamenn í Peking leggja mikinn metnað í að stýra umræðunni á kínverska internetinu og eru bæði fólk og forrit á vakt allan sólarhringinn, tilbúin að kippa í burtu hvers kyns efni sem storkar eða stangast á við málstað kommúnistaflokksins.

Færslur um sjálfstæði Tíbets og Taívans fá ekki að sjást, og sama gildir um færslur sem minnast t.d. á fjöldamorðið sem framið var á Torgi hins himneska friðar, eða þær ofsóknir sem meðlimir Falun Gong þurfa að sæta. Þá má helst ekki viðra óánægju með spillingu og vanhæfni innan kínversku stjórnsýslunnar, fautaskap kínversku lögreglunnar, eða hvers kyns hneykslismál sem gætu látið stjórnvöld líta illa út.

Meira að segja Bangsímon er harðbannaður í Kína eftir að netverjar tóku upp á því að grínast með að það er svipur með bangsanum pattaralega og Xi Jinping Kínaforseta. South Park-þættirnir eru bannaðir sömuleiðis eftir að þeir gerðu grín að því árið 2019 hvernig bandaríski afþreyingariðnaðurinn beygir...