Álíka bylting og að fara úr skinnskónum

Bubbi Morthens féll fyrir Jaguar I-Pace sem hann segir fyrst …
Bubbi Morthens féll fyrir Jaguar I-Pace sem hann segir fyrst og fremst lúxus. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Bubbi Morthens er þekktur fyrir tónlist sína og textasmíð, en líka fyrir veiði- og bíladellu. Undanfarna áratugi hefur hann verið jeppakall og þá eðlilega á jeppum með sprengihreyfil, dísil eða bensín, enda ekki annað í boði. Þegar bílaframleiðandinn Jaguar kynnti sinn fyrsta rafbíl var Bubbi ekki lengi að skipta og ekur nú á Jaguar I-Pace.

Í upphafi spjalls okkar rifjar hann upp að Agnar Agnarsson vinur hans hafi flutt inn fyrsta alvörurafbílinn á Íslandi. „1981 eða 1982 var hann að segja að rafmagnsbílar væru framtíðin og ég man að ég hugsaði: þetta er bara rugl, hann er geggjaður,“ segir Bubbi, en það sé löngu ljóst að Agnar hafði rétt fyrir sér.

Loftslagsváin ofarlega í huga

Bubbi segir að loftslagsváin hafi verið sér ofarlega í huga varðandi það að fara í rafmagnið, enda trúi hann því að hlýnun jarðar sé staðreynd, rétt eins og það að jörðin sé hnöttótt, en ekki flöt. „Þegar við bjuggum í Kjósinni voru aftur á móti ekki komnir bílar...