Að hafa áhyggjur af réttu hlutunum

Hermenn í Srí Lanka á bak við varnarvegg. Þar hafa …
Hermenn í Srí Lanka á bak við varnarvegg. Þar hafa geisað hörð mótmæli í tvo mánuði vegna djúprar efnahagskreppu í landinu. Heimsbyggðin þarf að leysa úr ótal vandamálum og eiga loftslagsmál heima aftast á listanum. AFP

Stuart Kirk gekk til liðs við HSBC í ársbyrjun 2020 og var gerður að yfirmanni markaðsrannsókna hjá bankanum. Síðasta sumar var hann svo færður á milli deilda og falið að stýra deild sem er helguð ábyrgum fjárfestingum.

Áður hafði Kirk unnið hjá þýska eignastýringafélaginu DWS og þar áður hjá Deutsche Bank en lengsta viðdvöl hafði hann hjá Financial Times sem ritstjóri skoðanadálksins Lex sem þykir bera af þegar kemur að markaðsinnsæi og snjallri greiningu á málefnum líðandi stundar.

Um miðjan maí efndi FT til ráðstefnu um ábyrgar fjárfestingar og var Kirk beðinn að flytja fyrirlestur. Nokkrum dögum eftir ráðstefnuna tilkynnti HSBC að vegna erindisins sem hann flutti hefði Kirk verið vikið frá störfum á meðan mál hans væru til rannsóknar hjá bankanum.

Erindið var ósköp fróðlegt og færði Kirk sterk og málefnaleg rök fyrir máli sínu, en hann byrjaði á að vara gesti við að það sem á eftir kæmi gæti jaðrað við villutrú. Yfirskrift erindisins var: Af...