Gamalt mál tók óvænta stefnu

Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 26. september árið 1973.
Þessi mynd birtist í Morgunblaðinu miðvikudaginn 26. september árið 1973. Ljósmynd/Haukur Sig-Ljósmyndasafn Ísafjarðar

Lögreglan á Vestfjörðum er með afar óvenjulegt mál til meðferðar eins og fram hefur komið. Í vikunni sendi hún frá sér fréttatilkynningu, þar sem frá því var greint að líkamsleifar hefðu verið grafnar upp úr kirkjugarði á Vestfjörðum. „Um var að ræða líkamsleifar einstaklings sem lést af slysförum fyrir nokkrum áratugum síðan. Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hafði áður, með vitund og samþykki nánustu aðstandenda hins látna, fengið dómsúrskurð til þessara aðgerða.“

Hinn látni hét Kristinn Haukur Jóhannesson og lést aðeins nítján ára gamall af slysförum á veginum um Óshlíð á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals í Ísafjarðardjúpi. Þannig var í það minnsta gengið frá málinu haustið 1973 en nú eru blikur á lofti eftir tilkynningu lögreglunnar.

„Aðdragandi þessarar aðgerðar er sá að lögreglunni á Vestfjörðum barst ábending um að umrætt slysaatvik hefði ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. Þrátt fyrir að langur tími sé liðinn eru taldar líkur á því að...