Mannúð og velferð

Hreyfingin þarf að að hafa slagkraft og afl til að …
Hreyfingin þarf að að hafa slagkraft og afl til að geta brugðist við ófyrirséðum atburðum, segir Silja Bára, hér með heiminn í höndum sér. Morgunblaðið/Silja Bára Ómarsdóttir

„Mannúðarhlutverk Rauða krossins felur í sér að við tökum afstöðu með fólki sem er í erfiðum aðstæðum. Slíkt er alltaf rauði þráðurinn í okkar starfi, í samfélagi og veröld sem breytist hratt,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, sem á dögunum var kjörin nýr formaður Rauða kross Íslands. Sem endranær eru mörg verkefni á vettvangi hreyfingarinnar, sem bæði hér innanlands og á heimsvísu hefur víðtækt hlutverk í hjálparstarfi – sem þarf í stríði, náttúruhamförum, hungursneyð, vegna flóttafólks og svo mætti áfram telja.

Skemmst er svo að minnast margvíslegrar neyðarhjálpar sem hreyfingin sinnti hér á innlendum vettvangi meðan á kórónaveirufaraldrinum stóð. Stoppaði þar í ýmis göt og sá um verkefni sem opinberir aðilar gátu ekki sinnt.

Einstakt hlutverk á átakasvæðum

„Stoðhlutverk Rauða krossins við stjórnvöld er mikilvægt. Hreyfingin þarf því alltaf að að hafa slagkraft og afl til að geta brugðist við ófyrirséðum atburðum...