Átta orkukostir fluttir í biðflokk

Tillögur meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar um breytingar á tillögu til þingsályktunar um 3. áfanga rammaáætlunar gengur aðallega út á það að flytja nokkra orkukosti úr verndarflokki og nýtingarflokki og setja í biðflokk. Þessar breytingar á flokkun orkukosta þýða ekki að þessir virkjanakostir verði nýttir eða virkjun þeirra sé útilokuð, heldur að þeir eigi að fá frekari málsmeðferð hjá verkefnisstjórn. Lögð er áhersla á að þeirri vinnu verði flýtt.

Núgildandi áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða var afgreidd með þingsályktun Alþingis í byrjun árs 2013, fyrir rúmum níu árum. Ætlunin var að afgreiða nýja áætlun á fjögurra ára fresti en nú eru tæp sex ár frá því verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar lagði tillögur sínar fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar. Þær hafa nokkrum sinnum verið lagðar fram á Alþingi án þess að hljóta afgreiðslu út úr nefnd, ekki fyrr en nú. Á meðan hefur verkefnisstjórn 4. áfanga starfað og nú verkefnisstjórn 5. áfanga. Alþingi getur ekki...