Um 20 þúsund afmælis- og ættfræðigreinar

Kjartan G. Kjartansson og eiginkona hans Marta Guðjónsdóttir.
Kjartan G. Kjartansson og eiginkona hans Marta Guðjónsdóttir.

Kjartan Gunnar fæddist á Lindargötu 11 í Reykjavík, í timburhúsi sem afi hans festi kaup á árið 1907 og var í eigu fjölskyldunnar til 2015, en er nú gistihús á vegum RR-Hotels.

„Skuggahverfið var ótrúlega fjölbreytt í húsagerð og mannlífi á þessum árum. Flest húsin voru timburhús sem byggð voru á fyrstu 15 árum síðustu aldar. Þarna var auk þess slangur af hógværum nítjándu aldar steinbæjum og steinhús af ýmsum stærðum og gerðum. Skipulagsyfirvöld höfðu enn ekki steingelt umhverfið með vinkli og reglustiku. Lóðir voru misstórar og óreglulegar og þar ægði saman rekkverkum, bárujárnsgirðingum, skemmum, hjöllum, hrútakofum, dúfnakofum, snúrustaurum, portum, kálgörðum, hestagörðum og stórum trjágörðum. Vestast í hverfinu voru Þjóðleikhúsið, Safnahúsið og Arnarhvoll, en að öðru leyti var þetta blanda af íbúða- og verksmiðjuhverfi með tilheyrandi stanslausri veislu fyrir lyktarskynið frá gosdrykkjaverksmiðju, ölgerð, sultugerð og þremur sælgætisverksmiðjum. Þarna voru líka...