Tengja listamenn og landsvæði

Sýningarrýmin á Nr4 Umhverfing eru ótalmörg og af ýmsu tagi. …
Sýningarrýmin á Nr4 Umhverfing eru ótalmörg og af ýmsu tagi. Verkið Now-Then er eftir Finn Arnar og má finna undir gamalli brú við Flateyri.

Hin gríðarstóra samsýning Nr4 Umhverfing, sem dreifist yfir Dali, Strandir og Vestfirði, hefst á morgun, 2. júlí, og stendur út ágúst. Þar verða til sýnis verk 125 myndlistarmanna sem allir tengjast svæðinu á einhvern hátt.

Myndlistarmennirnir Anna Eyjólfs, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir hafa umsjón með verkefninu. Þetta er í fjórða sinn sem þær standa fyrir sýningu af þessu tagi. Árið 2017 voru verk 13 listamanna sýnd í Skagafirði, árið 2018 var farið til Egilsstaða þar sem 37 listamenn voru með og loks 2019 dreifðist þriðja sýningin um allt Snæfellsnes með verkum 71 listamanns.

Þegar blaðamaður náði tali af þeim Þórdísi og Önnu voru þær staddar í félagsheimilinu Árbliki í Dölum þar sem hluti safneignar Listasafns Dalasýslu verður sýndur auk þess sem þær hafa sett upp kynningarspjöld um alla þá listamenn sem taka þátt í sýningunni. Það má því segja að sýningin hefjist þar.

„Ég hugsa að það hafi aldrei verið stærri...