Evrópa króknar og Afríka sveltur

Hlúð að vannærðu barni. Heimsbyggðin er í kapphlaupi við tímann …
Hlúð að vannærðu barni. Heimsbyggðin er í kapphlaupi við tímann og hætt við að misvitrir stjórnmálamenn fari á taugum og geri illt verra. AFP

Undanfarnar vikur hefur tekið að kólna hressilega hér í París.

Ég bý í fjölbýlishúsi sem var líklega byggt á 6. áratugnum og eru íbúðirnar með sameiginlegt kyndikerfi. Húsvörðurinn virðist hafa ákveðið, upp á sitt eindæmi, að bíða eins lengi og hún getur með að kveikja á kyndingunni enda orkuverðið hátt og verður ekkert grín fyrir húsfélagið þegar reikningurinn berst. Er ástandið þó skárra í Frakklandi en víðast annars staðar í Evrópu, þökk sé kjarnorkuverunum. Ef litið er á meðaltölin er verð á jarðgasi í Evrópu um 144% hærra í dag en á árunum 2000 til 2019, og rafmagnið er 78% dýrara.

Ég læt ekki kuldann trufla mig – það er fínt að kúra undir sæng og skrifa blaðagreinar í fjarvinnu. Kuldinn verður líka til þess að heimiliskötturinn Jósefín, sem er alla jafna mannfælin og leiðinleg, þarf að þykjast vera elskuleg og kelin og hjúfrar sig upp að pabba sínum til að halda á sér hita.

Smám saman er alvara málsins að renna upp fyrir íbúum Evrópu –...