Keppnisréttur besta jólagjöfin

Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 34.-45. sæti á lokaúrtökumótinu.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er í 34.-45. sæti á lokaúrtökumótinu. Ljósmynd/LET

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur farið vel af stað á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi, þeirri sterkustu í Evrópu, á La Manga-golfsvæðinu á Spáni.

Guðrún lék sinn fyrsta hring á mótinu á laugardaginn á Norður-vellinum á La Manga en þar lék hún á 73 höggum eða pari vallarins. Annan hringinn lék hún svo í gær á Suður-vellinum þar sem hún lék á 71 höggi eða pari vallarins. Hún fékk þrjá fugla í gær og þrjá skolla.

Hún er sem stendur í 34.-45. sæti af 146 keppendum en alls verða leiknar 90 holur á fimm dögum í lokaúrtökumótinu. Eftir fjóra keppnisdaga verður niðurskurður þar sem 60 efstu kylfingarnir komast áfram á fimmta og lokakeppnisdaginn. 20 efstu kylfingarnir fá svo fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á komandi tímabili en keppendur sem enda neðar fá svo takmarkaðan keppnisrétt á mótaröðinni.

Mikilvægast að halda haus

„Heilt yfir hefur þetta...