Moskvuvaldið ætlar sér að gera betur

Yfirstjórn land- og sjóhers sést hér hlusta á ávarp Rússlandsforseta …
Yfirstjórn land- og sjóhers sést hér hlusta á ávarp Rússlandsforseta og varnarmálaráðherra en fundurinn var haldinn í Moskvu nýlega. AFP/Sputnik

„Við erum vel meðvituð um allar þær sveitir NATO og þann búnað sem beitt hefur verið gegn okkur í þessari sérstöku hernaðaraðgerð. Þið hafið allar þessar upplýsingar. Og þær ætti að greina af nákvæmni og nýta til að byggja upp herafla okkar, eins og ég hef áður sagt, til að bæta vígvallargetu hermanna okkar og séraðgerðasveita landsins. Þessi sérstaka hernaðaraðgerð hefur veitt sveitum okkar yfirgripsmikla reynslu.“

Þetta sagði Vladimír Pútín Rússlandsforseti þegar hann ávarpaði æðstu yfirmenn land- og sjóhers Rússlands í Moskvu sl. miðvikudag. Fór forsetinn þá yfir stöðuna í Úkraínustríðinu, þær áskoranir sem innrásarsveitir Rússlands standa frammi fyrir, hernaðaraðstoð ríkja Evrópu og Bandaríkjanna og hvernig Rússar munu nýta reynsluna til að byggja upp enn sterkari her til framtíðar.

Vestrænir hernaðarsérfræðingar hafa nú í 10 mánuði fylgst grannt með innrásarstríði Moskvuvaldsins, vandræðagangi landhersins og þeim...