Önnur drónaárás á Engels-flugvöllinn

Hinn fimmtugi Caesar, Rússi sem berst við hlið Úkraínumanna, sést …
Hinn fimmtugi Caesar, Rússi sem berst við hlið Úkraínumanna, sést hér virða fyrir sér rústir klausturs í þorpinu Dólína í Austur-Úkraínu. AFP

Úkraínumenn gerðu drónaárás á Engels-2-herflugvöllinn í Saratov-héraði Rússlands í gær. Þetta er í annað sinn sem Úkraínuher ræðst á flugvöllinn, en hann er í rúmlega 600 kílómetra fjarlægð frá landamærum Rússlands og Úkraínu. Völlurinn er meðal annars ein helsta bækistöðin fyrir langdrægar sprengjuflugvélar Rússahers, en þær geta meðal annars borið kjarnorkuvopn.

Að minnsta kosti þrír hermenn féllu í árásinni. Rússneska varnarmálaráðuneytið sagði í yfirlýsingu að það hefði skotið niður drónann og mannfallið hefði orðið þegar brakið af honum féll til jarðar. Ekki var hægt að staðfesta í gær hvort dróninn hefði verið skotinn niður líkt og Rússar héldu fram, eða hvort hann hefði lent á skotmarki sínu.

Úkraínumenn réðust einnig á flugvöllinn hinn 5. desember síðastliðinn og ollu þá nokkrum skemmdum á að minnsta kosti tveimur sprengjuvélum Rússa, auk þess sem þrír féllu og fjórir særðust. Árásin þá vakti nokkra athygli, þar sem talið...