Loftvarnasveitir granda eigin vélum

Krakkar njóta matarins á meðan hlustað er á ávarp Rússlandsforseta …
Krakkar njóta matarins á meðan hlustað er á ávarp Rússlandsforseta í sjónvarpinu á gamlársdag. AFP

Helsti óvinur rússneskra orrustuþotna í átökunum í Úkraínu eru loftvarnasveitir Rússa. Eru sveitirnar sagðar hafa grandað nær öllum þeim orrustuþotum sem Rússar hafa misst í átökunum til þessa. Er þetta til marks um hve illa ólíkar sveitir rússneska hersins starfa undir álagi. Greint er frá þessu í The Telegraph.

Er þar meðal annars vitnað til netsamskipta einstaklinga sem hliðhollir eru stjórnvöldum í Kreml. Segja þeir ólíkar sveitir rússneska heraflans vinna illa saman, mikinn skort vera á öflugu fjarskiptakerfi og tíðar bilanir koma upp í tæknibúnaði sem aðgreinir vinasveitir frá óvinum. Þetta í bland við skort á góðri herþjálfun hefur valdið því að rússneskar loftvarnasveitir hafa mislesið aðstæður og óviljandi grandað eigin flugförum yfir vígvöllum Úkraínu.

Þær orrustuþotur sem sagðar eru fórnarlömb rússneskra loftvarnasveita eru af gerðinni Sukhoi Su-34, Sukhoi Su-35S og Sukhoi Su-30M. Allar voru þoturnar hannaðar af...