Við þurfum að fara yfir leikreglurnar

Hjólað í manninn á rúgbí-leik í úthverfi Parísar. Twitter-uppljóstranirnar minna …
Hjólað í manninn á rúgbí-leik í úthverfi Parísar. Twitter-uppljóstranirnar minna á að umræðan er á hraðri leið í mjög alvarlegar ógöngur. AFP

Breski þáttastjórnandinn snjalli, Konstantin Kisin, átti nýverið gott spjall við John Anderson, fyrrverandi leiðtoga Þjóðarflokksins í Ástralíu. Umræðuefnið var hvernig heilbrigð og eðlileg samfélagsumræða á undir högg að sækja á Vesturlöndum og benti Kisin á að ástandið væri mun verra en fólk gerði sér grein fyrir. Hann nefndi sem dæmi að árið 2021 voru um 400 manns handteknir í Rússlandi fyrir að tjá sig á samfélagsmiðlum, og kemur varla á óvart enda rússnesk stjórnvöld ekki þekkt fyrir að halda mikið upp á tjáningarfrelsið. Hitt ætti að koma á óvart að sama ár voru 3.300 manns handteknir í Bretlandi fyrir færslur á samfélagsmiðlum og eru þá ekki taldir með allir þeir sem sluppu með tiltal frá lögreglunni.

Kisin nefndi sem dæmi mál Chelsea Russel, táningsstúlku frá Liverpool, sem var nýlega dregin fyrir dómstóla. Fyrir nokkrum árum fórst ungur vinur Russel í bílslysi og fann hún sorg sinni farveg með því að birta á Instagram brot úr uppáhaldsrapplagi vinarins. Um er að...