Orrustuskriðdrekar nauðsyn gegn Rússum

Breski bryndrekinn Challenger 2 er einn sá besti í heimi. …
Breski bryndrekinn Challenger 2 er einn sá besti í heimi. Nú eru líkur á því að rússneskt innrásarlið fái að kynnast honum á vígvellinum. Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Bretlands

Vilji Úkraínumenn blása til stórsóknar og endurheimta hertekin landsvæði úr klóm Rússa – slagur sem yrði mun umfangsmeiri en nokkuð sem við höfum séð til þessa – þá munu bryndrekar gegna lykilhlutverki. Og það er, að mínu mati, kominn tími til að Vesturlönd útvegi Úkraínu orrustuskriðdreka (e. Main Battle Tank, eða MBT),“ segir Richard Kemp, fyrrverandi ofursti í breska hernum. Kom þetta fram í viðtali við Times Radio.

Breskir fréttamiðlar greindu í fyrradag fyrst frá því að þarlend stjórnvöld væru nú að íhuga af alvöru að senda bryndreka af gerðinni Challenger 2 til átakasvæða í Úkraínu. Gerist það yrðu Bretar fyrsta vestræna þjóðin til að senda orrustuskriðdreka, eða MBT, til Úkraínu. Áður hafa Bandaríkjamenn Frakkar og Þjóðverjar heitið því að senda Úkraínumönnum léttskriðdreka og brynvagna sem flutt geta hóp fótgönguliða og stutt við aðgerðir skriðdreka í orrustu. Fari svo að vestrænir MBT-drekar skiptist á...