Hvítrússnesk innrás myndi koðna niður

Alexander Lúkasjenkó er sagður fullur þátttakandi í Úkraínustríðinu en virðist …
Alexander Lúkasjenkó er sagður fullur þátttakandi í Úkraínustríðinu en virðist illa geta treyst eigin hermönnum til aðgerða þar. AFP

Sameiginlegar heræfingar Rússa og Hvít-Rússa innan landamæra Hvíta-Rússlands hafa verið framlengdar um óákveðinn tíma. Um 11 þúsund rússneskir hermenn eru nú í landinu, að sögn leyniþjónustu Úkraínu, og hafa þeir með sér fjölmörg hergögn, s.s. bryndreka, bifreiðar, loftvarnakerfi, orrustuþotur og þyrlur. Óttast er að hersveitir Hvíta-Rússlands dragist inn í yfirstandandi átök í Úkraínu.

Um 50 þúsund manns skipa hvítrússneska herinn, samkvæmt gögnum sem safnað hefur verið af alþjóðasamtökum, og eru flestir þeirra kvaddir þangað til 18 mánaða þjónustu. Varaliðsmenn eru þó mun fjölmennari, eða allt að 290 þúsund manns. Hafa ber þó í huga að tölurnar einar segja ekki alla söguna því almennt má fullyrða að varaliðssveitir skorti þá þjálfun sem virkir hermenn búa yfir.

Hvítrússneski flugherinn var myndaður úr ösku 26. flughers Sovétríkjanna árið 1992 og erfði þá nokkuð fjölbreytt úrval herflugvéla og -þyrlna. Í dag er flugherinn fremur...