Drekasendingar séu bein afskipti NATO

Varnarmálaráðherra Þýskalands sést hér heimsækja í fyrsta sinn æfingabúðir hersins, …
Varnarmálaráðherra Þýskalands sést hér heimsækja í fyrsta sinn æfingabúðir hersins, Bundeswehr. AFP

Boðuð koma orrustuskriðdreka Atlantshafsbandalagsins (NATO) til Úkraínu sýnir að bandalagið er komið í bein átök við Rússland. Þetta segir Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsforseta, en hann hefur áður gert lítið úr sendingunni, sagt dreka NATO engu máli skipta og hafa engin áhrif á markmið innrásarliðsins.

„Það berast nú stöðugt yfirlýsingar frá evrópskum höfuðborgum og Washington þess efnis að sending þeirra á hinum ólíku vopnakerfum, þar á meðal orrustuskriðdrekum, sé á engan hátt til marks um bein afskipti þessara ríkja eða bandalagsins [NATO] af þeim átökum sem eiga sér stað í Úkraínu,“ sagði Peskov á blaðamannafundi. „Við erum þessu algerlega ósammála. Allt sem bandalagið gerir flokkast sem bein þátttaka í átökunum. Og við sjáum einungis stigmögnun,“ bætti hann við.

Moskvuvaldið svaraði yfirlýsingum Vesturlanda um bryndrekasendingu með umfangsmikilli eldflaugaárás á skotmörk vítt og breitt um Úkraínu....