Næst eiga Abrams og Leopard 2 sviðið en hver svo?

Morgunblaðið/Eggert

Almenningur skynjar, að það er illt að efna til ófriðar í landinu á meðal launamanna á þessu augnabliki, sérstaklega þegar við blasir, að ríkulegur vilji er til staðar í landinu, beggja vegna borðs, til að finna sanngjarna lausn. Og það hafi þegar tekist í tilviki flestra launamanna á almennum markaði. Miðað við ríkulegar venjur á vinnumarkaði er talið augljóst, að öflugt fordæmi, og þar með leiðandi, hafi verið sett.

En sumir vilja ekkert sjá

Þeir eru á hinn bóginn til, sem hafa þá lífsskoðun, byggða á ríkri réttlætiskennd, sem þeir hafa umfram alla hina, að jafnan skuli hleypa öllu í bál og brand sé þess nokkur kostur. Og þá skiptir litlu þótt þeir sömu hafi mjög takmarkað umboð til að leggja í leiðangur öngþveitisins, enda skynjar allur þorri félaga þeirra að nú veltur mest á því, eftir rúmlega tveggja ára veiruástand í landinu, að ná saman. Það segir sig sjálft, að fáar atvinnugreinar áttu þá í öðrum eins erfiðleikum og þær, sem komu nærri...