Sá ljósið í Ljósinu

Melkorka Matthíasdóttir verður með leiðsögn um sýningu sína á föstudag.
Melkorka Matthíasdóttir verður með leiðsögn um sýningu sína á föstudag. Morgunblaðið/Eggert

Jarðfræðingurinn Melkorka Matthíasdóttir verður með leiðsögn um sýningu sína „Og hvað um tað? – Tilraunir með öskuglerunga“ í Listasal Mosfellsbæjar klukkan 19-20 á föstudag og þar með lýkur sýningunni, sem var opnuð 10. janúar. „Margir gestir hafa komið og viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð,“ segir hún. „Ég er ótrúlega ánægð með hvað sýningin hefur fengið mikla og góða athygli.“

Melkorka er með meistaragráðu í ísaldarjarðfræði og kennir við Menntaskólann við Sund. Fyrir nokkrum árum venti hún kvæði sínu í kross, hóf nám í leirlist og útskrifaðist frá Myndlistaskólanum í Reykjavík í fyrra. „Listin hefur alltaf fylgt mér,“ segir hún um viðsnúninginn, „Ég hef teiknað og málað síðan ég man eftir mér og föndrað mikið með börnunum, alltaf haft áhuga á því að búa eitthvað til og skapa.“ Hún hafi hugsað sér að snúa sér að listinni, þegar hún færi á eftirlaun en áföll hafi breytt...