Okkur bráðvantar fleiri börn

Börn að leik í Jalalabad. Vestræn hagkerfi hafa þróast með …
Börn að leik í Jalalabad. Vestræn hagkerfi hafa þróast með þeim hætti að þau hætta að vera starfhæf ef fæðingartíðnin lækkar of mikið. Það væri á margan hátt langbesta lausnin á vandanum að opna landamærin. AFP

Eðli málsins samkvæmt er engin hætta á að börnin komi óvart undir hjá okkur Youssef.

Stundum berst það í tal á heimilinu hvort það væri kannski sniðugt að finna einhvers staðar einn eða tvo litla gríslinga til að ala upp og er ég ekki nema hæfilega spenntur fyrir hugmyndinni, þó ekki væri nema vegna þess að það getur verið svo agalega dýrt að vera foreldri. Fyrst þyrfti fjárhagur okkar hjóna helst að vera svo góður að við gætum gert eins og stórstjörnur tónlistar- og kvikmyndaheimsins sem eignast og ættleiða heilan skara af börnum en hafa líka þjónustulið á launum til að sjá um leiðinlegustu og erfiðustu verkin: að skipta um bleyjur, útbúa nesti fyrir skóladaginn og halda röð og reglu á hlutunum.

Annars er hún merkileg, þessi hvöt sem virðist spretta upp hjá fína og fræga fólkinu sem getur ekki hætt að bæta við sig börnum. Mia Farrow á til dæmis 14 börn, þar af tíu sem hún ættleiddi, og Alec Baldwin bætti nýverið við áttunda erfingjanum og jafnaði þar með Rod...