Okkar lið þarf að sækja brekkuna

Morgunblaðið/Eggert

Menn skipa sér í fylkingar af minnsta tilefni og stundum er ekki augljóst hvers vegna. Bréfritari, sem kann mannganginn í skák, en ekkert umfram hann, reyndi að komast á sem flestar skákir í Laugardalshöllinni, þegar þeir kepptu Fischer og Spassky og háðu einvígi aldarinnar. Eins og skákin hefur þróast, kannski einvígi allra alda. Og það komst ekki mikið annað að þá dagana. Kunningjahópar sátu yfir skákskýringum nafntogaðra stórmeistara í hliðarsölum og bréfritari ímyndaði sér framan af að hann væri ekki minna með á nótunum en hinir. Sérstaklega urðu skýringar Bents Larsen eftirminnilegar og ekki síður samtöl Sigurðar fréttamanns Sigurðssonar við Friðrik Ólafsson, sem Útvarp Matthildur lagði út með sínum hætti: „Jæja Friðrik, Fischer lék þarna biskupi út í fyrsta leik.“ „Það var nú peð,“ sagði Friðrik.

Líður betur í liði

Við, hér heima, höfðum þegar skipað okkur í lið Friðriks gegn andstæðingunum, hvort sem það var í...